Nú held ég að Ferrari-menn séu eitthvað að brenglast, að láta sér detta það í hug að láta Barrichello víkja fyrir Schumacher á síðustu metrunum svo að Schumi fengi 2 stigum meira en hann átti skilið. Að vísu er það mjög líklegt að hann hefði lent í 1. sæti ef ekki væri fyrir Montoya sem beygði fyrir Schumacher til að taka hann með sér niður í fallinu, en þar sem Schumacher er einmitt þekktur fyrir þetta sama þá ætla ég ekkert að fara að skammast.
En Barrichello átti skilið 2. sætið svo einfalt er það, þó þykist ég vita að það hafi ekki verið Michael sem bað um þetta.
En allavega finnst mér þetta skammarlegt og mjög óíþróttamannslegt af Ferrari. (Bara svona til að taka það fram þá Schumacher minn maður, mér finnst hann bara ekki eiga skilið að vinna eitthvað svona, hann á að þurfa hafa fyrir því eins og allir aðrir.)