Ók, þessi grein kom ekki inn áðan, annað hvort hef ég gert eitthvað vitlaust, eða það tekur greinina tíma að komást í gegn :P allaveganna, ég skrifaði:
Ég var að lesa að Benetton hefði reynt að fá Williams til að losa Button undan samningi sínum. Samningurinn segir að þó að Benetton hafi Button sem ökumann, megi Williams kalla Button til baka. Benetton vildi borga 30 milljónir dollara til að losa hann undan þessum samningi, en Williams neitaði. Kallinn er virkilega snjall, það er ekki spurning. Hann er með tvo meiriháttar unga ökumenn á samningi, Juan Pablo Montoya sem er ofarlega ef ekki efstur í Formúla 3000 kemur til liðsins næsta tímabil, og ef hann stendur sig ekki sem skildi, á Williams Button, sem þá verður búinn að safna sér reynslu hjá Benetton. Þannig að Williams er í mjög góðum málum í framtíðinni.
Montoya er náttúrulega í Cartinu, ekki Formúlu 3000. Úps.