Hver er besti ökumaðurinn í rigningu???
Ég held að fullyrðingar Davids Coultard um að vítið sem hann fékk á sig í Montreal hafi kostað hann sigurinn, eigi ekki við rök að styðjast. Ef við skoðum málið betur þá er það svo að það er Michael Schumacher sem skarar framúr öðrum ökumönnum þegar rignir á brautirnar í Formúlu 1 keppnunum. Enginn keppandi kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Það er skemmst að minnast þess hvernig hann fór með aðra keppendur á Nurnburgring brautinni í Þýskalandi þar sem hann var búinn að hringa alla aðra keppendur (þar á meðal David Coultard) nema Mika Hakkinen sem var tæpum 14 sek. á eftir honum yfir marklínuna. Staðhæfingar Davids Coultard um að ef hann hefði ekki fengið vítið í Montreal, þá hefði hann unnið, eru hlægilegar svo ekki sé meira sagt. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Michael Schumacher nær því að hringa aðra keppendur, utan einn. Michael Schumacher er einfaldlega besti ökumaðurinn í Formúlunni þegar rignir á brautirnar.