ég skalf af reiði þegar bíllinn hans Mika Hakkinen bilaði, ég grét og skalf af reiði, ég held ég hafi fengið vægt taugaáfall…
ég hélt að ég væri óheppin manneskja en…
VÁ!!!! 2 km eftir í mark, er hægt að vera meira óheppinn.
miða við hvernig tímabilið er búið að vera hjá Mika Hakkinen þá skal ég viðurkenna að ég er ekki eins óheppin og ég hélt.
maður mátti vona að Mika Hakkinen væri loksins komin aftur á skrið… en…. jæja… maður verður víst að bíða lengur.
ég er alveg sammála EEE að Mika Hakkinen er skemmtilegri týpa en Couldhard.
keppnis-andinn er svo skemmtilegur á milli Hakkinen og Schumacher.
það væri nú gaman að fá að sjá þá keppa aftur um efstu sætin, þeir eru báðir mjög færir bílstjórar og djarfir þegar á þarf.
það er gaman að sjá að þeir bera þokkalega mikla virðingu fyrir hvor öðrum og líta á hvorn annan sem verðugan andstæðing.
ég tel að þess vegna sé svona gaman að horfa á þá keppa um fyrsta sætið.
Couldhard er ekki í sama klassa og þeir tveir og Schumacher ber ekki mikla virðingu fyrir honum(og ekki mikið ánægður með það þegar Couldhard keyrði á hann), þannig að það vantar eitthvað þegar þeir hafa verið að keppa um efsta sætið.
vonum að Hakkinen nái sér upp úr þessu slabbi og þeir félagar, Hakkinen og Schumacher fari að slást um fyrsta sætið.
ekki verra að hafa litla Schumacher og Montoya með.