Næsta Formúlukeppni sem er þrettánda keppni tímabilsins fer fram í Belgíu á
Spa-Francorchamps brautinni sem þykir geysilega skemmtileg.
Hér fyrir neðan er listi yfir sigurvegara þessarar keppni seinustu ára. Þar má sjá að Schumacher hefur sigrað fjórum sinnum svo að hann kann greinilega vel við sig á þessari braut. Hann kom einnig fyrstur í mark árið 1994 en var dæmdur úr leik. Hakkinen hefur aldrei sigrað þarna þrátt fyrir að hafa verið í pólrás 98 og 99. Einnig er það Schumacher í hag að þarna rignir oft svo að næsta keppni getur orðið spennandi þar sem hann þykir og er í essinu sínu í rigningunni !!


Sigurvegarar seinustu ára í Spa-Francorchamps:

· 1999: D. Coulthard (McLaren) - 1h25'43“057
· 1998: D. HILL (Jordan-Honda) - 1h43'47”407
· 1997: M. SCHUMACHER (Ferrari) - 1h33'46"717
· 1996: M. SCHUMACHER (Ferrari)
· 1995: M. SCHUMACHER (Benetton-Renault)
· 1994: D. HILL (Williams-Renault)
· 1993: D. HILL (Williams-Renault)
· 1992: M. SCHUMACHER (Benetton-Renault)
· 1991: A. SENNA (McLaren-Honda)
· 1990: A. SENNA (McLaren-Honda)
· 1989: A. SENNA (McLaren-Honda)
· 1988: A. SENNA (McLaren-Honda)