Imolabrautin, þar sem San Marínókappaksturinn fer fram um komandi helgi, reynir mjög á bremsur keppnisbíla. Prostliðið hefur af því tilefni hannað alveg nýtt bremsukerfi í bíla sína og frumreynir það í Imola.
Hámarkshraðinn er ekki ýkja mikill á Imola, um 300 km/klst, og á undanförnum árum hafa bílar náð svipuðum brautartíma þótt vængpressa þeirra hafi verið ólík. Hún verður að vera talsvert mikil í tímatökunum en minni í sjálfri keppninni, m.a. svo möguleiki sé á framúrtökum þó svo brautin bjóði ekki upp á marga staði til þess.