
Badoer notaði morguninn við prófanir á gripstýringu og fleiru á F1-2000 bílnum. Hann ók 53 hringi og besti tíminn var 1:01.353.
Schumacher var við prófanir á F2001 bílnum og var við undirbúning fyrir San Marinokapapksturinn. Einbeitti hann sér að uppsetningu fyrir bílinn, dekkjum og loftflæðilausnum.
Schumacher náði þó ekki að ljúka við áætlaða vinnu í dag því hann lenti utan í grindverk og skemmdi afturfjöðrunina. Hann náði þó að keyra 52 hringi og besti tíminn var 1:00.179.