Þar sem enginn hefur skilað inn grein hérna í allt sumar ætla ég að skrifa hér smávegis um Silverstonekappaksturinn sem fór fram rétt áðan.
Fyrstu 10 í rásröð voru þessir:
1.Kimi Raikkonen
2.Rubens Barrichello
3.Jenson Button
4.Michael Schumacher
5.Jarno Trulli
6.David Coulthard
7.Juan Pablo Montoya
8.Takuma Sato
9.Mark Webber
10.Felipe Massa
Keppnin fór vel af stað, allir bílar héldu út rúmlega miðja keppnina nema Panis, en bíll hans bilaði snemma í keppninni. Kimi Raikkonen hélt forskoti sínu þar til kom að viðgerðarhléum. Kimi kom inn á undan Schumacher en lenti fyrir aftan hægfara bíla þegar hann kom út aftur á meðan Schumacher byggði upp forskot með auða braut fyrir framan sig. Schumacher kom síðan út úr viðgerðarhléi sínu á undan Kimi og hélt forskotinu til loka. Reyndar var Kimi nálægt honum á lokasprettinum og setti pressu á heimsmeistarann. Trulli hafði þá misst stjórn á bíl sínum og klesst hann rækilega. Öryggisbíllinn kom út og Kimi notaði tækifærið og tók viðgerðarhlé. Þrátt fyrir mikla pressu á tímabili tókst Kimi ekki að komast fram úr og Schumacher sigraði örugglega.
Lokastaðan á Silverstone var því þannig:
1.Michael Schumacher
2.Kimi Raikkonen
3.Rubens Barrichello
4.Jenson Button
5.Juan Pablo Montoya
6.Giancarlo Fisichella
7.David Coulthard
8.Mark Webber
9.Felipe Massa
10.Fernando Alonso
11.Takuma Sato
12.Marc Gene
13.C. da Matta
14.Christian Klien
15.Nick Heidfeld
16.Gianmaria Bruni.
Schumacher hefur titilinn í höndum sér eftir þessa keppni og e-ð mikið þarf að gerast til að hann verði ekki heimsmeistari 5. árið í röð.