Eftir fjölda óheppilegra ummæla upp á síðkastið, virðist sem Rubens Barrichello eigi ekki lengur örugga framtíð fyrir sér innan Ferrari-liðsins.
Gagnrýni hans á framkomu Michael Schumacher í Malasíu virðist vera kornið fyllti mælinn. Aðili innan liðsins lætur hafa eftir sér: “Í Ferrari-liðinu er stemmningin gagnvart Barrichello þannig núna að við ættum að losa okkur við hann að loknu þessu tímabili. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann er með uppistand”.
Einnig er vitnað í að tæknistjórinn, Ross Brawn, hafi beðið Brasilíumanninn að vera varkárari í orðavali. Barrichello er með samning út þetta tímabil.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.