Formúlu eitt menningin á Íslandi er ekki mikil. Það sést hér á huga.is þar sem það er kominn mánuður síðan síðasta grein kom… og það var ég sem skrifaði hana. Ég fékk fyrst áhuga á F1 árið 2000 og var það nú byrjunin á tímabili Schumachers. Þessa dagana held ég úti heimasíðu þar sem hægt er að finna úrslit, fréttir, myndir, myndbönd og annað úr mótorsporti. Slóðin á síðuna er www.f1center.tk.
Íslenskar síður um F1 eru ekki margar. Þessar stóru eru aðeins með fréttafluttning en hafa ekkert efni tengt Formúlunni. MBL.is og RUV.is eru þær. Formúla.is hefur að geima eitthvað efni en það efni er gamalt því aldrei er uppfært.
Hugi.is er góður vefur hvað formúlu eitt snertir. Myndbönd og aðrar upplýsingar. Þegar ég þarf á efni um Formúlu eitt eða bara mótorsport yfirleitt að halda fer ég yfirleitt á erlenda vefi. Það er mikið til á mörgum af þeim og miklir möguleikar í boði.
Mér finnst að íslendingar ættu að þjálfa menn til mótorsports á heimsvísu. Við erum mjög þróuð þjóð og gætum vel náð árangri í mótorsporti. Við eigum jú einn, hálfan íslending og hinn helmingurinn er breskur, Viktor Jensen að nafni. Hann hefur náð langt og er nú aðeins 16 ára að keppa í Palmer Audi Formúlunni. Það getur reynst honum stökkpallur upp í stærri mótaraðir svosem Formúlu 3000 eða kanski á endanum Formúlu eitt.
Gókart er ekki mjög vinsæl íþrótt. Þeir sem hafa áhuga eru fáir en þeir sem hafa áhugan til staðar stunda íþróttina. Það mætti fjölga þessum sem hafa áhuga. Með því vinnst meiri gróði og hægt verður að byggja stærri og betri brautir, eða bara halda stór mót á heimsvísu.
Gó-kart er staðsett á tvem stöðum; Við smáralind og í Reykjanesbæ. Í Reykjanesbæ er sérmalbikuð braut en við Smáralind er brautinni breytt á viku fresti. Fjölmennum í gó-kart og byggjum upp mótorsport-samfélagið á Íslandi!