Ayrton Senna da Silva beið bana beint í sjónvarpi um gjörvallan heim þann 1. maí 1994. Daginn áður hafði Roland Ratzenberger beðið sömu örlaga og Senna á sömu braut, IMOLA. Þetta voru fyrstu ökummennirnir í 12 ár til að deyja í Formúlu eitt kappakstri.
Árið 1994 byrjaði með því að allir hjálparbúnaðir fyrir ökumennina voru bannaðir. Staðalbúnaður, ræsibúnaður, ABS og pit-to-car sem gerði mönnum á viðgerðasvæðinu kleift að breyta uppsetningu bílsins á meðan keppni stóð.
Senna sem nýlega hafði gert samning við Williams liðið hafði verið í vandræðum í fyrstu tvem mótum ársins á móti Benetton ökumanninum Michael Schumacher sem síðan hann byrjaði í formúlu eitt 1991 og hafði það að markmiði að taka við krúnu Senna sem Heimsins besti ökumaður. Fyrstu keppnirnar 1994 var Senna í vandræðum með loftflæði bílsins á meðan bíll Schumachers var mjög stöðugur og góður. Breytingarnar sem gerðar höfðu verið á reglunum höfðu hægt meira á Senna en Schumacher.
Dauði á Imóla
Senna var fyrstur á undan Schumacher á Imola þegar öryggisbíllinn kom út á brautina snemma eftir ræsinguna vegna slyss sem átti sér stað í ræsingunni. Senna þurfti að hafa sig allan við svo að Schumacher myndi nú ekki ná honum. En í Tamurello beygjunni, þar sem ökumenn eru með bensínið í botni, missti Senna stjórnina á bílnum og flaug útaf. Hann lenti á veggnum á um 210 km hraða. Við höggið hafði brot úr fjöðrun bílsins losnað og lenti á hjálmi Senna svo að gat kom á hjálminn. Við það dó Ayrton Senna.
Í Mónakóska kappakstrinum, þar sem Karl Wendlinger féll í dá eftir að hafa slegis utan í vegginn, Max Mosley gaf það út að breytingar yrðu gerðar á öryggis reglum í formúlunni. Steppet-bottom reglur sem takmörkuðu áhrif frá jörðunni voru lagðar á strax í næsta kappakstri ásamt hraða takmörkunum á viðgerðasvæðinu. Frá 1995 urðu vélarnar að vera 3 lítrar og ökumannsklefinn varð að vera með sérstökum aukahlífum. Öryggisreglur FIA hafa verið í notkunn síðan dauðaslysunum á Imola ásamt harðari árekstar prófunum.
Með von um að dauði fylgi ekki formúlunni:
Varta