McLarenstjórinn Ron Dennis hefur svarað gagnrýni á frammistöðu liðsins og segir það aðeins brjálæðinga sem afskrifa möguleika ökumannannna hans á því að keppa um heimsmeistartitlana í ár.



Aðspurður eftir tímatöku fyrir Malasíukappaksturinn, sem olli vonbrigðum sagðist Dennis alveg gáttaður á þeirri tísku að gagnrýna liðið í Þýskalandi en það fær vélar frá hinu þýska Mercedes-Benz.



“Þar virðist vera sú tíska að segja að BMW hafi tekið yfir á toppnum núna og að við séum í vandræðum,” sagði Dennis. “Þetta er algjör vitleysa. Við erum mjög sterkt keppnislið og vitum hvernig við eigum að vinna okkur út úr þessu.”



“Við ætlum að taka á og sýna öllum hvað við getum. Við eigum eftir að skila okkar.”



Gagnrýni á McLarenliðið sem notar Bridgestone hjólbarða kom frá áhorfendum sem bentu á það að liðið hefði orðið að lúta í lægra haldi fyrir Williams sem fengi vélar frá BMW og hjólbarða frá Michelin.



Í tímatökunun náði Ralf Schumcher á Williams þriðja rásstað fyrir aftan Ferraribílana tvo en fyrir framan báða McLarenbílana.



Dennis viðurkenndi að upp hefðu komið nokkur vandamál í nýja MP4-16 bílnum og það hefði þurft að fara nokkra málamiðlunarleið til að nálgast uppsetningar á bílunum fyrir fyrstu þrjár keppninar sem eru fjarri heimavígsstöðvunum.



“Við vitum að við hefðum getað gert betur,” sagði hann eftir að ökumennirnir – fyrrum heimsmeistari Mika Häkkinen og David Coulthard – náðu fjórða og áttunda rásstað fyrir keppni morgundagsins. “Nýju reglurnar hafa áhrif á öll liðin en útkoman liggur í því hvernig er tekist á við úrlausnirnar vegna þeirra og aðlagast þeim.”



“Við vitum hvað við þurfum að gera en það tekur dálítinn tíma. Við erum með nýjan pakka í burðarliðnum fyrir Brasilíu en auðvitað vitum við ekki hvort þær breytingar eru nægar.”



Hann bætti við að það væri enginn bíll á ráslínunni sem ekki ætti í vandræðum með undirstýringu og að McLaren liðið myndi sýna hve sterkt það væri í keppninni.



Dennis sagði einnig áheyrendum sínum á fréttamannafundinum að hann væri ekki á því að hið hörmulega slys í Melbourne þar sem brautarstarfsmaður lést ætti rætur sínar að rekja til hins aukna hraða bílanna í ár.



“Þetta slys hafði ekkert með hraða að gera,” sagði hann