Ég rakst á frétt á vísi.is um “Feigðarflug Villeneuve” fannst mér það alltílagi, ég skoðaði myndina og sá hvernig á þessu stóð og hvað þetta gerðist hratt og allt það, en það var ekki fyrr en í enda greinarinnar sem mér fannst nóg komið og varð sárlega hneysklaður á þeim, og álit mitt á vísi.is snarlækkaði, hvað varð til þess að það lækkaði, jú það var soldið sem stóð neðst í greininni, þeir vildu nefninlega minna á : “Veðbanka Vísis.is, skemmtilegan leik í tengslum við Formúluna”. Þetta var neðst í grein um bílslys sem endaði með þeim hörmungum að einn brautar starfsmaður lést, mér fannst að það minsta sem þeir hefðu getað gert væri að sýna svolitla virðingu fyrir greyið manninum og setja svona auglýsingar einhverstaða annarstaðar, þetta var enginn hliðarauglýsing heldur hluti af greininni.
Hérna er greinin ef þú vilt sjá :
http://www.visir.is/ifx/?MIval=sportid_btm&nr=86304&v=3
Ég segi fyrir mína parta að ég ætla núna að sniðganga Veðbanka Vísis.is, þennan skemmtilega leik í tengslum við Formúluna.
Svona á ekki að gerast ég hélt að fólk myndi nú hugsa aðeins.
Kveðja,
Draugsi
———————–
Þröstur Snær Eiðsson
p.s.
Til : ritskoðenda huga.is.
Ef þessi grein verður stöðvuð verð ég mjög vonsvikin því ég er búin að fá mig fullsaddan af því að önnur hver grein sem ég sendi inná huga.is er annaðhvort stöðvuð eða “hverfur”, þetta er ekki að ganga upp strákar. Leyfið þessari allavega að sleppa í gegn, mér er skítsama um þessi andskotans stig mátt taka öll mín af mín vegna.