Þá er bara fyrsta keppni ársins búin og hún var nú eiginlega bara ein sú besta sem ég hef séð lengi, ég bý í Svíþjóð og hér byrjaði keppnin kl. 3.50 um nóttina og ég vaknaði auðvitað til að horfa á hana :P, ég var nú samt grútsyfjaður og sofnaði í miðjukaflanum, það sem ég sá var skemmtilegt, jákvætt og spennandi, allt fyrir utan fyrstu tvo bílana sem gerðu keppnina heldur leiðinlega á kafla en það var allt í lagi, mesta spennan fannst mér um 4, 5, 6 og 7unda sætið þar sem minn maður, Ralf Schumacher hafði vinninginn og mér fannst það eitt af því jákvæðasta í keppninni því að hann hefur ekki verið uppá sitt besta undanfarið, Montoya stóð sig líka vel en hugsaði sér kanski einum of mikið í byrjununni með þeim afleiðingum að hann þaut útaf, gaman var samt að sjá hann í 5 sæti þótt að ég sé alveg viss um að hann hefði getað gert betur. Það var synd með Räikkonen sem lenti í enn einum vélarbilununum í Maclaren bílnum. Alonso stóð sig vel og mér fannst það meiriháttar, einn af uppáhaldinu mínu núna.
Gaman var líka að sjá Button svona ofarlega því hann hefur ekkert verið nein ofurhetja heldur bara í keppni við Villeneuve undanfarið.
Ég óska að sjálfsögðu Michael Schumacher til hamingju og Barra líka en hefði viljað sjá meiri barráttu fremst.
Þetta var mitt álit á keppninni, hvað er þitt?
Kv. StingerS