Seinni hluti æfinga fyrir Ástralíukappaksturinn var haldinn klukkan 2 í morgun að íslenskum tíma. Seinni hlutinn var heldur viðburðaríkari en sá fyrri, vélin í Minardi bíl Marquesar sprakk með gífurlegum reyk sem lagði yfir alla brautina. Skömmu síðar kom Button inn á pittsvæði með þrjú hjól undir bílnum, annað afturdekkið datt af í einni beyjunni rétt fyrir beina kaflann meðfram pittsvæðinu.
Luciano Burti átti svo fyrsta stóra óhapp tímabilsins þegar hann sneri bíl sínum þegar hann kom inn á beina kaflann, og skall harkalega á vegg. Bíllinn skemmdist nokkuð alvarlega og þurfti að stöðva æfingar á meðan flakið var fjarlægt. Burti slapp með lítils háttar eða engin meiðsli.

Barrichello náði að bæta tíma sinn enn frekar frá því fyrr í morgun, en annars var allt frekar rólegt meðal topp manna. Jordan menn náðu að komast nær tímum Ferrari og McLaren, og Heidfeld í Sauber bílnum einnig.

Rétt fyrir lok æfinganna dró aftur til tíðinda þegar Trulli náði öðru sætinu, og rétt eftir það fór Schumacher of hratt í beygju og velti Ferrari bíl sínum tvisvar. Hann slapp ómeiddur frá slysinu, en æfingin endaði með gul flögg úti.

Stð. Ökuþór Lið - Vél Tími Mismunur 1. BARRICHELLO Ferrari 1'28“965 214.588 Km/h 2. TRULLI Jordan Honda 1'29”267 + 0'00“302
3. M.SCHUMACHER Ferrari 1'29”284 + 0'00“319
4. COULTHARD McLaren Mercedes 1'29”324 + 0'00“359
5. HAKKINEN McLaren Mercedes 1'29”799 + 0'00“834
6. R.SCHUMACHER Williams BMW 1'30”277 + 0'01“312
7. HEIDFELD Sauber Petronas 1'30”345 + 0'01“380
8. FRENTZEN Jordan Honda 1'30”802 + 0'01“837
9. ALESI Prost Acer 1'31”089 + 0'02“124
10. PANIS BAR Honda 1'31”166 + 0'02“201
11. RAIKKONEN Sauber Petronas 1'31”453 + 0'02“488
12. VILLENEUVE BAR Honda 1'31”559 + 0'02“594
13. IRVINE Jaguar 1'31”573 + 0'02“608
14. VERSTAPPEN Arrows Asiatech 1'31”669 + 0'02“704
15. MONTOYA Williams BMW 1'31”721 + 0'02“756
16. FISICHELLA Benetton Renault 1'32”475 + 0'03“510
17. ALONSO Minardi European 1'32”587 + 0'03“622
18. BURTI Jaguar 1'33”011 + 0'04“046
19. MAZZACANE Prost Acer 1'33”153 + 0'04“188
20. BERNOLDI Arrows Asiatech 1'33”203 + 0'04“238
21. BUTTON Benetton Renault 1'33”403 + 0'04“438
22. MARQUES Minardi European 1'36”463 + 0'07“498

107% tími : 1'35”192


Það lítur semsagt allt út fyrir að við fáum æsi spennandi tímatökur aðra nótt.

Athugið að aðeins einn keppandi er fyrir utan 107% tímann (ef það gerist í tímatökum, fær sá keppandi ekki að taka þátt í keppninni), og það er bíll sem lenti í vélarbilun snemma á æfingunni. Minardi mönnum virðist því hafa tekist það óframkvæmanlega að smíða nánast keppnishæfan bíl á mettíma.