Toyota er komin vel á veg með undirbúning fyrir atlögu sína að Formula 1. Þeir eru byrjaðir að prófa bíl og komnir með heimavöll þannig að 2001 ætti nýtt nafn að vera komið í formúluna.
Ökumenn Toyota verða Mika Salo sem er þekktur úr formúlunni og verður gaman að sjá hann aftur þar sem hann hefur á stundum sýnt hörku akstur. Hinn ökumaðurinn verður hinsvegar skotinn Allan McNish og er þetta frumraun hans í F1 kappakstri þótt hér sé um vanann mann að ræða. Hann hefur þó komið nálægt F1 sem prufuökumaður. McNish þykir frábær ökumaður og hefur hann sigra til að sanna það. Hann var einn þriggja ökumanna sem óku sigurbíl Porsche í Le Mans 1998 og árið 2000 mætti hann aftur, þá fyrir Audi. Bíll hans, #9 lennti þá í öðru sæti þótt McNish hefði sýnt frábæran akstur og var líklegast lang sneggsti ökumaðurinn það árið í Le Mans.
Nú verður gaman að sjá hvernig þessir kappar spjara sig og held ég að þeir gætu skilað prýðisárangri ef Toyota gerir samkeppnishæfan bíl. Verst að maður gæti aldrei haldið með Toyota F1 liði…