Þar sem að RÚV sýndi ekki beint frá fréttamannafundinum sat ég yfir helgarsportinu. Rosalega spenntur - auðvitað slepptu þeir að sýna frá verðlaunaafhendingunni. Nema hvað svo byrjar fréttamannafundurinn, þvílíkur skandall!!! Ég hef aldrei séð jafn illa þýtt efni hjá RÚV…það var til skammar…
Ég vona að þeir þurfi ekki að þýða fréttamannafundinn í framtíðinni, því greinilegt var að sá sem hafði séð um það hafði ekki hugmynd um það hvað F1 er.
Þegar Barrichello talaði um Radio og átti auðvita við fjarskiptasamband milli bíls og viðgerðarliðs, var það þýtt útvarp!!! Ætli viðkomandi telji að það sé útvarp í slíkum bílum? Ítrekað var Mika Hakkinen sagður heita Michael - hvernig er hægt að rugla þeim saman???