Þegar þessi grein er skrifuð er 1 dagur síðan Schummy var heimsmeistari og er ég alveg vel sáttur með það því að hann er minn maður og Ferrari mitt lið ;).

Já en þessi Sigur kom ekki þrautalaust, Schumacher byrjaði mjög aftarlega eða um 12-14 sæti er mig minnir, og á laugardagskvöldið var ég ekki ánægður og fékk reyndar smá sjokk útaf stöðunni hans.

Keppnin byrjaði rólega og klessti enginn á í startinu, Ferrari héldu báðir sæti sínu, ef ekki að Schummy hafi komist upp um 2, sem hann seinna missti vegna samstuðar við heimamannin Sato, en þurfti að skipta um allt framan á bílnum, en þessi frábæri ökumaður lét það ekki á sig fá og náði að vinna sig upp.

Ralf náði að koma sér útúr keppninni og var hann sá eini sam gat ruglað þessari stigatöflu, en fór nú ekki þannig.

Já, en Schummy náði 8 sæti og Barrichello náði fyrsta sætinu og var þetta því örugt og hefði Schummy alveg getað dottið út og unnið, og segi ég að Barrichello hafi reddað þessu fyrir Schummy.

Og svo var fyndið að sjá í enda keppninar að Schumacher þurfti að bíða niðri meðan blaðamannafundurinn var :)
Á þeim fundi sagði Raikonnen að hann hafi ekki tapað fyrir lélegum andstæðingu (og met ég hann fyrir það)

Raikonen á eftir að verða MJÖG góður, betri en hann er núna og fyllir hann vel uppí skarðið sem Hakkinen skildi eftir sig hjá Mclaren.

Og svo með þessari keppni braut Schumacher blað í sögunni, var fyrstur til að vinna 6 keppnir (hann er bara bestur ;))



p.s. Ég skrifa etta sonna því að ég veit að fólki finnst leiðinlegt að lesa það sem er allt í hrúgu og finnst mér það líka :S