Ég er nokkuð mikill formúlufan en mig svíður mikið hvað lítið gerist í keppnunum.
Mín skoðun er sú að það þurfi að breyta reglunum stórfeldlega og einfalda þær allar til að eitthvað fari að gerast í sportinu.
Í fyrsta lagi vill ég sjá slikk dekk aftur og í leiðinni ætti að minnka leyfilegt “down-force”. Ég tel að þetta myndi strax gera keppnina skemmtilegri án þess að öryggi minnki.
Eins og reglurnar eru í dag eru hjólastærðir ekki hentugar. M.v. þyngdardreifingu meðal F1 bíls eru annaðhvort frammdekkin of stór eða afturdekkin of lítil. Þetta er þeim liðum í hag sem geta framleitt (eða keypt) léttustu vélarnar því að bílarnir þurfa að hafa ákveðna lágmarksþyngd. Þyngdin sem vélin sparar fer svo aftur frammí bílinn í formi “kjölfestu” til að leiðrétta þetta.
Eins og hönnun bílanna er í dag eiga þeir til að missa mikið framenda grip við tilraunir til framúraksturs. Þetta á reyndar oftast við þar sem um bíla með mikið “down-force” er að ræða en þetta gerir framúrakstur einstaklega erfiðan.
Einfaldari reglur myndu líklegast leiða til þess að við gætum þekkt bílana í sundur en ekki bara liti liðanna. Gordon Murray hjá McLaren (ásamt fleirum held ég) lagði inn um árið tillögu að “wire-box” útlitsreglum. Þær myndu þýða að ef bíll myndi passa inn í kassa (wire-box, held að ég fari rétt með, vinsamlegast leiðréttið mig annars) væri hann löglegur. Ég vona að klausur um hámarks vængi og slíkt hafi fylgt því þá væri þetta örugglega hin besta hugmynd.