Já Hann sigraði loksins um helgina eftir smá hlé. Nú er hann með 3stiga forystu þegar að 2mót eru eftir. Það verður hörkuspenna í þeim mótum sem eftir eru.
Annars var þetta frekar auðvelt um helgina hann var á pól og náði góðu starti og eins skiptið sem Montoya náði eitthvað að ógna honum var rétt eftir startið en svo var þetta enginn ógnun en ég var eins og margir aðrir mjög spenntur eftir seinna viðgerðarhléið þegar hann kom út. Ég hélt að Montoya hefði farið fram úr honum en svo kom í ljós að þar var á ferðinni Gene. Hinn ökumaður Williams. Nú er bara fyrir Schumacher (sem er minn maður svo það sé alveg ljóst að þessi grein er ekki hlutlaus) að klára þetta og ná titlinum sem yrði hans 6titill og þar með er hann orðinn sá ökumaður sem hefur unnið flesta titla í sögu Formúlu-1.