Arrows liðið tilkynnti í dag (Miðvikudag) að ökumenn þeirra í ár verði Jos Verstappen líkt og í fyrra, en við hlið hans verður Brasilíumaðurinn Enrique Bertholdi í stað Pedro de la Rosa. Bertoldi þessi er 21 árs, hann byrjaði að keppa í karti 9 ára að aldri, og varð Brasilíumeistari 1990 og 91. Hann vann svo Formula Renault European meistaratitilinn 1996. 1998 var hann annar í 2. í Formúlu 3.
Þetta þýðir að það verða þrír nýjir ökumenn í Formúlu 1 í ár: Juan Pablo Montoya hjá Williams, Kimi Raikkonen hjá Sauber, og svo fyrrnefndur Bertholdi hjá Arrows. Raikkonen, Bertholdi og Jenson Button (Benetton) eru allir yngri en 22.
(AtlasF1, www.atlasf1.com)