Þetta er ein skemntinlegasta keppni sem ég hef séð. Allt gekk vel hjá Mclaren, Schumacher klessti á annan bíl(reyndar ekki viljandi) og þeir Mclaren bræður í 1. og 2.sæti. Allt var eins og í sögu þangað til að brjálaður F1 aðdáandi komst inn á brautina og öryggisbíllinn kom. Þá þéttist allt saman og stuttu seinna varð Barricello varð fyrstur og hélt því áfram þangað til að hann vann sína fyrstu F1 keppni í 7 ár!! Á verðlaunaafhendingunni grenjaði hann eins og lítill krakki.
Hakkinen varð annar og Coulthard þriðji. Ég hef aldrei séð Hakkinen brosa (alvöru brosi) þegar að hann varð í öðru sæti.
Staðan er svona: Schumacher 56stig, Coulthard 54stig og Hakkinen 54stig líka svo er hann Barricello með 46stig