Á mörkunum! Sælir hugarar!

Ég komst að skemmtilegum hlut sem að gerðist í herbúðum Williams og mig langar til að deila honum með ykkur.

Það var spennuþrungið andrúmsloftið í herbúðum Williams á sunnudaginn þegar Monaco kappaksturinn fór fram. Þegar Montoya átti innan við tíu mínótna akstur eftir þá var kallað til hanns að mótorinn hjá honum sýndi merki um ofhitnun þar sem að hann var búinn að þenja bílinn í 40 hringi til að halda aftur af Kimi Raikkonen. Þannig að honum var sagt að hægja á sér þannig að mótorinn héldi til endaloka og þegar aðeins sjö hringir voru eftir af keppninni þá ákvað hann að hlíða skipunum og hægði á sér og þá nálgaðist Kimi Montoya hratt óþegilega mikið og þegar að það voru þrír hringir eftir, þá sagði Montoya að hann þyldi ekki hversu nálægt Kimi væri sér þannig og að hann hefði ekki getað haldið aftur af Kimi í gegnum göngin þannig að hann botngaf á ný.

En í herbúðum Williams þá krosslögðu hjátrúarfullir menn fingurnar og vonuðu að hann myndi ekki gera útaf við bílinn á þessum síðustu metrum. Og þó að það munaði bara 0,3 sek. á þeim félugum þá tókst Montoya að halda sæti sínu til endaloka.

Kveðja
RykmauR

ath. Þetta er ekki copy/paste af mbl.is