MP4-18A Sælir hugarar.

Loksins loksins þá eru þeir komnir með 2003 bílinn í tilraunaakstur og það lofar allt góðu með hann þar ég var að lesa á netinu um hvernig það gengur en þeir eru enn þá að prufa rafeindabúnað og þess háttar. En þeim gengur mjög vel annars en þeir ætla sennilega ekki að mæta með Mp4-18A út gáfuna af bílnum í Monaco heldur að halda sig við Mp4-17D bílinn þar en koma svo með nýja bílinn (Mp4-18A) í Kanada kappakstrinum eftir þrjár vikur þar sem að hraðinn skiptir meira máli en í Monaco.

En hérna koma svo upplisingar um bílinn nýja (Mp4-18A).

Trjónan á bílnum liggur neðar en á öðrum bílum sem að gefur þeim meira grip.

Framvængurinn er orðinn eins og W í laginu þ.e. þannig að að loftflæðið yfir bílinn verði meira einnig eru þeir komnir með þriðja hlutan á vænginn þ.e. hann er orðinn þrískiptur.

Undirvagninn er einnig orðinn allt annar en hann er á Mp4-17D bílum hannaður alveg fyrir Michelin dekkin þar sem að það skiptir miklu máli fyrir loftflæðið undir bílinn.

Hliðarvængirnir fyrir framan loftinntökin við ökumannsklefann eru orðin minni þannig að það komast fleiri lítrar af lofti inn en það var áður á MP4-17D bílnum þar sem að þau náðu alla leið upp en í dag þá er þetta bara hálfa leið upp.

En hérna ætla ég að hætta því að ég gæti drekkt ykkur í upplisingum um þennan eina bíl.

Kveðja
RykmauR