Ef gamla stigakerfið hefði haldið sér... Nú er fjórðungur af keppnistímabilinu að baki þegar þetta er skrifað (fyrir spænsku keppnina) og gott að líta yfir farinn veg.

Ég fór aftur að pæla í sambandi við þetta blessaða stigakerfi… ef það hefði nú ekki verið afnumið, væri staðan þá eins og altalað um, þ.e. Ferrari myndi græða á gamla stigakerfinu? Lítum aðeins á þetta.

———————————–
Við byrjum á heimsmeistarakeppni ökumanna.

Eins og staðan er með nýja kerfinu eftir 4 keppnir:

1 Kimi Räikkönen 32 stig
2 David Coulthard 19
3 Michael Schumacher 18
4 Fernando Alonso 17
5 Rubens Barrichello 14
6 Ralf Schumacher 13
7 Giancarlo Fisichella 10
= Juan Pablo Montoya 10
9 Jarno Trulli 9
10 Heinz-Harald Frentzen 7
11 Jacques Villeneuve 3
= Jenson Button 3
13 Nick Heidfeld 1
Án stiga:
- Ralp Firman
- Cristiano da Matta
- Olivier Panis
- Antonio Pizzonia
- Jos Verstappen
- Mark Webber
- Justin Wilson

En lítum svo á stöðuna ef að gamla kerfið hefði verið í gildi:

1 Kimi Räikkönen 26 stig
2 David Coulthard 15
3 Michael Schumacher 15
4 Rubens Barrichello 10
= Giancarlo Fisichella 10
6 Fernando Alonso 7
7 Juan Pablo Montoya 6
= Ralf Schumacher 6
9 Jarno Trulli 4
10 Heinz-Harald Frentzen 3
11 Jacques Villeneuve 1
Án stiga:
- Ralp Firman
- Jenson Button
- Nick Heidfeld
- Cristiano da Matta
- Olivier Panis
- Antonio Pizzonia
- Jos Verstappen
- Mark Webber
- Justin Wilson

Eftirtektarverðast finnst mér að Ralf Schumacher og Fernando Alonso geta þakkað nýja stigakerfinu hve hátt þeir eru staddir þegar þessi grein er skrifuð. Ef að gamla kerfið væri enn í gildi, þá væru Jenson Button og Nick Heidfeld ekki ennþá komnir með stig.

—————————-
Þá er að kíkja á stöðuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða:

1 McLaren Mercedes 51
2 Ferrari 32
3 Renault 26
4 BMW Williams 23
5 Jordan 10
6 Sauber Petronas 8
7 BAR Honda 6
Án stiga:
- Jaguar Cosforth
- Minardi European
- Toyota

En svona hefði staðan litið út með gamla kerfinu

1 McLaren Mercedes 41
2 Ferrari 25
3 Renault 13
4 BMW Williams 12
5 Jordan 10
6 Sauber Petronas 3
7 BAR Honda 1
Án stiga:
- Jaguar Cosforth
- Minardi European
- Toyota

Sem sagt, sætin hefðu haldist óbreytt. En greinilegt er að Ferrari og Renault liðin hefðu ekki verið svona nálægt Ferrari í nýja kerfinu.

———————————-

Hér eruð þið búin að sjá það að þetta nýja stigakerfi breytir ekki svo rosalega miklu eftir allt saman.