Saga  McLaren Þessi grein er af síðunni minni sem heitir McLaren.tk (http://easy.go.is/mclarenteam/(mclaren.html)).
© Jökull Másson 2003 (JM8)


Saga McLaren

McLaren er eitt af sigursælustu liðunum í Formúlu 1, það hefur unnið fleiri ökumannstitla en nokkuð annað

lið í sögu íþróttarinnar. Liðið hefur eins unnið 130 Grand prix mót síðan það þreytti frumraun sína 1966.



1963

Bruce McLaren stofnar “Bruce McLaren Motor Racing Ltd”.



1966

Team McLaren tekur þátt í sínu fyrsta mót, í Mónakó.



1968

McLaren vinnur sinn fyrsta sigur í Belgíu kappakstrinum, með Bruce McLaren sem ökumann.



1970-74

Þrátt fyrir fráfall Bruce, halda bílar McLaren áfram að vinna í Formúlu 1, Indy og Can-Am

kappakstrinum.



1974

McLaren liðið gengur frá einum lengsta auglýsingasamningi í sögu mótorsports, þegar tóbaksrisinn

Philip Morris setur Marlboro auglýsingar á bílana. McLaren vinnur sína fyrstu ökumanns og

bílasmiðatitla með Emerson Fittipaldi sem ökumann á McLaren-Ford M23.



1976

James Hunt verður Heimsmeistari ökumanna á McLaren-Ford M23.



1980

McLaren International verður til með samruna Team McLaren og Project Four, sigursælu Bresku

kappaksturliði sem stjórnar er af Ron Dennis.



1981

John Watson færir hinu nýstofnaða liði sinn fyrsta sigur, er hann vinnur Breska kappaksturinn

á McLaren-Ford MP4, sem er jafnframt 25 sigur McLaren. Þetta er í fyrsta sinn sem bíll

smíðaður úr “carbon-fibre” vinnur mót í Formúlu 1.



1984

Samstarf McLaren og Techniques d´Avant-Garde Group (TAG) leiðir til hinnar nýju

Porsche Turbo vélar. McLaren-TAG Turbo MP4/2 sigrar í 12 af 16 mótum ársins og vinnur

bæði ökumanns og bílasmiða titilinn. Niki Lauda vinnur liðsfélaga sinn, Alain Prost með aðeins

hálfu stigi.



1985

McLaren vinnur titil bílasmiða og Alain Prost vinnur titil ökumanna á

Marlboro McLaren-TAG Turbo MP4/2B.



1986

Alain Prost vinnur titil ökumanna á McLaren-TAG Turbo MP4/2C.



1988

Nú í samstarfi við Honda, er það McLaren sem vinnur það afrek að sigra 15 af 16 mótum ársins.

Á sínu fyrsta ári hjá McLaren er það Ayrton Senna, sem vinnur sinn fyrsta ökumannstitil.

McLaren vinnur sinn 4 titil bílasmiða með McLaren-Honda MP4/4.



1989-91

McLaren vinnur 3 bílasmiða og ökumannstitla í viðbót, Prost árið 1989 og Senna árið 1990-91.



1993

McLaren verður sigursælasta liðið í sögu Formúlu 1, þegar Ayrton Senna vinnur 104 sigurinn

í Ástralíu á McLaren-Ford MP4/8. Mika Häkkinen tekur þátt í Portúgalska kappakstrinum,

en það er frumraun hans. McLaren semur við Franska vélaframleiðandan Peugeot um

vélar fyrir 1994 tímabilið.



1995

McLaren liðið gengur frá samning við Mercedes-Benz, sem nú sér liðinu fyrir vélum og

Mobil sér nú um eldsneyti og olíur á bíla McLaren. Liðið verður í 4 sæti bílasmiða með 30 stig.



1996

David Coulthard gengur til liðsins og verða Häkkinen og Coulthard alls 6 sinnum á palli og

leggja hart af sér við þróun MP1/11. Að endingu verða þeir félagar í 5 og 7 sæti ökumanna

og McLaren-Mercedes verður í 4 sæti bílasmiða.



1997

WEST gengur til liðs við McLaren sem sigrar nú mótin í Ástralíu, Ítalíu og Evrópu. Liðið er

nú búið að landa 107 sigrum og verður eina liðið til að vinna tvöfalt (1-2 sæti) það árið.

West McLaren-Mercedes verður í 4 sæti bílasmiða og ökumenn þess í 3 og 6 sæti ökumanna.



1998

West McLaren-Mercedes liðið vinnur bæði titil ökumanna og bílasmiða. Mika Häkkinen vinnur

8 mót og er krýndur Heimsmeistari um leið og liðið vinnur sinn 10 titil bílasmiða. David Coulthard

sigrar 1 mót og klárar í 3 sæti. Liðið vinnur alls 5 tvöfalda sigra (1-2 sæti) á tímabilinu.



1999

Mika Häkkinen ver Heimsmeistaratitil sinn og verður aðeins sjöundi ökumaðurinn í sögu

Formúlu 1 til að gera það. Häkkinen sigrar alls 5 sinnum og Coulthard sigrar 2 sinnum og

verður í 4 sæti ökumanna. McLaren liðið endar í öðru sæti í keppni bílasmiða. Seint í

nóvember gengur frakkinn, Oliver Panis til liðs við McLaren sem tilraunaökuþór þess.



2000

David Coulthard sigrar Breska, Mónakó og Franska kappaksturinn og félagi hans, Mika

Häkkinen sigrar á Spáni, Austurríki, Ungverjalandi og Belgíu.



Tölfræði McLaren í Formúlu 1.

(það vantar í þessa tölfræði árin 2001 og 2002 og
núverandi tímabil).



Flestir sigrar á keppnistímabili: 15 af 16 mögulegum. (1988)

Flest stig til titils bílasmiða: 199 af 256 mögulegum. (1988)

Flestir ráspólar á keppnistímabili: 15 af 16 mögulegum. (1988 & 1989)

Flestir tvöfaldir sigrar: 35.

Flestir tiltlar ökumanna í röð: 4. (1988-1991)

Flestir titlar bílasmiða í röð: 4. (1988-1991)

Flestir tvöfaldir sigrar með sama ökumannsparinu: 14 af 16 mögulegum.

(Senna og Prost árið 1988 & 1989)



GP mót: 509.

Sigrar: 130.

Heimsmeistaratitlar: 19.

Bílasmiðatitlar: 8.

Ökumannstitlar: 11.

Ráspólar: 110.

Sigrar af ráspól: 65.

Tvöfaldir sigrar (1-2 sæti): 39.

Verðlaunapallur (1-3 sæti): 326.

Fremsta rásröð: 231.

Öll fremsta rásröð (1-2 sæti: 49.

Hröðustu hringir: 102.

(2002 er ekki talið með)

Þökk fyrir mig!!! |;)