- www.dobermann.name -
Hvað finnst ykkur um formúlu leikinn?
Ég tók þátt í fyrra og fannst æðislega gaman. Maður hafði auðvitað ekki efni á Ferrari liðinu eins og það lagði sig svo maður gat ekki haft liðið sem maður hélt með og það fékk mann til að pæla meira í hinum liðunum og halda með fleirum. Þó að Ferrari gegni kannski ekki vel (sem var reyndar ekki oft) í einhverri ákveðinni keppni, gat maður samt haft gaman af keppninni því að þeir sem maður “átti” í leiknum voru alveg að meika það :Þ Þetta gerði keppnina mikið mikið meira spennandi og skemmtilegri fyrir mig fannst mér og ég var jafnvel farin að halda meira með “mínu liði” en Ferrari ;). En núna í ár þurftu þeir hjá Sportdreams að vera svo sniðugir að rukka hverja keppni! Ég er eiginlega fúl yfir þessu, ok, þetta er ekki mikið, en samt! Ég er ekki með núna og heldur ekki um 3000 manns sem voru með í fyrra (5000 manns tóku þátt í fyrra en einungis um 2000 núna í ár). Víst að þáttakan var svona góð í fyrra án þess að maður þyrfti að borga skil ég ekki að maður þurfi að borga núna! Hvað finnst ykkur, eru þið með?