Jæja gott fólk.

Þá loksins er komin lokastaða í Brasilíu kappakstrinum það eru nefnilega reglur FIA sem að segja til um að ef stöðva verður kappaksturinn gildi staðan eins og hún var tveimur hringum áður. Töldu menn í fyrsu að kappakstrinum hefði verið stöðvaður eftir 55 hringi en FIA staðfesti í dag að Fisichella hefði verið byrjaður á 56. hring sínum þegar keppnin var stöðvuð. Það þýðir að miða á við stöðuna eftir 54 hringi en ekki 53 hringi og þá var Fisichella fyrstur, Raikkonen annar og Fernando Alonso á Renault varð þriðji. Þannig að Fernando er sá eini á palli sem að skiptir ekki um sæti við einhvern en Kimi og Giancarlo skiptu á sætum sem að er mjög gott. En ég vona líka að Giancarlo eigi eftir að vinna fleiri mót og að fólk sé núna almennt sátt við lokastöðuna.

Kv.
RykmauR