Bretinn Jonny Herbert sem keyrir núna fyrir Jagúar tilkynnti á blaðamannafundi í gærkvöldi að hann ætlar að hætta í F1 eftir þetta keppnistímabil. Hann ætlar yfir í bandarísku Cart seríuna. Hann byrjaði árið 89 í F1 og hefur keyrt fyrir eftirfarandi lið: Benetton og Tyrrell (1989), Lotus (90,91,92,93,94) Ligier (94) Benetton (1994,95) Sauber (96,97,98) Stewart (1999) og Jaguar (2000)

Írinn Eddi Irvine var nú frekar dónalegur gangvart Herbert með því að koma og stela athyglinni af honum við þetta tækifæri, birtist á fundinum með aflitað hár (flottur !) og sagði að hann væri orðinn hress aftur og ætlaði að mæta í Hockenheim keppnina.