Það verður að teljast harla ólíklegt að það endurtaki sig á næstunni hjá Ferrariliðinu.
McLarenliðið hefur á að skipa tveimur af þremur bestu ökumönnunum í formúlunni í dag og reynslunni ríkari eftir klaufaskap síðustu tveggja ára,í akstri og á tæknisviðinu, má telja fullvíst að McLarenliðið verði með frá upphafi í stigakeppninni og eina von Ferrari á hagstæðum úrslitum verða bundnar rigningu. Annars vona ég innilega að við fáum að sjá önnur lið á palli en bara þessi tvö og líka á efsta þrepinu. Og síðast en ekki síst heiðarlega keppni og sanngjarna.