Spánverjinn Alonso sem ekur fyrir Renault kom heldur betur á óvart í nótt og náði ráspól fyrir Malasíu kappaksturinn. Hann Alonso hóf feril sinn sem prufuökumaður hjá Minardi en varð svo prufuökumaður Renault og tók síðan sæti Button og er sko að standa sig.
Tímatökurnar í nótt voru ekki góðar fyrir mitt lið. (Williams)JBM endaði í 8. sæti og RS gat ekki neitt og endaði í 17. sæti. Það er bara spurning hvort að Williams ætti að fara að fá Button aftur.
Button verður 9. í rásröðinni á BAR bílnum sínum.
Úrslit seinni tímatökunnar voru svona
1. Fernando Alonso Renault 1.37,044
2. Jarno Trulli Renault 1.37,217
3. Michael Schumacher Ferrari 1.37,393
4. David Coulthard McLaren 1.37,454
5. Rubens Barrichello Ferrari 1.37,579
6. Nick Heidfeld Sauber 1.37,766
7. Kimi Räikkönen McLaren 1.37,858
8. Juan Pablo Montoya Williams1.37,974
9. Jenson Button BAR 1.38,074
10. Olivier Panis Toyota 1.38,094
11. Cristiano da Matta Toyota 1.38,097
12. Jacques Villeneuve BAR 1.38,289
13. Heinz-H. Frentzen Sauber 1.38,291
14. G. Fisichella Jordan 1.38,416
15. Antonio Pizzonia Jaguar 1.38,516
16. Mark Webber Jaguar 1.38,624
17. Ralf Schumacher Williams1.38,789
18. Jos Verstappen Minardi 1.40,417
19. Ralf Firman Jordan 1.40,599
20. Justin Wilson Minardi 1.40,910
Vona bara að Ralf nái að rífa sig upp í keppninni og næla í nokkur stig fyrir Williams.
Blaðamannafundur eftir tímatökur í Malasíu
Það voru Renaultdrengir sem náðu í bestu tíma dagsins og ráspólshafinn, Fernando Alonso er sá yngsti í sögu F1 sem nær þeim árangri.
Vel gert Fernando. Hvernig líður þér?
Fernando Alonso: Mér líður frábærlega. Þetta er mjög sérstakur dagur. Ég hef náð mínum fyrsta ráspól en ég er bara 21 árs. Þetta er fyrsta árið hjá stóru liði og mín önnur keppni. Það er ótrúlegt að hafa náð ráspólnum. Keppnin á morgun er þó það sem skiptir mestu máli en þetta er góð byrjun.
Það flaug fyrir að þú hefðir verið með hita í gær. Hvernig líður þér núna?
FA:Ekki í gær heldur núna. Þetta byrjaði í morgun. Mér líður heldur betur núna en ég reikna með að keppnin á morgun verði mér erfið.
Það er ekki ólíklegt að þið missið um tvo lítra af vökva á meðan á keppninni stendur. Hvernig verður undirbúningnum háttað.
FA: Ég hvíli mig í kvöld, borða og tek meðölin mín. Reyni svo að drekka sem mest rétt eins og alltaf þegar keppt er hér í Malasíu. Ég reyni síðan að ná sem bestum árangri í keppninni.
Jarno, nú hefur þú verið hjá liðinu í nokkurn tíma. Segðu okkur frá því sem á sér stað þar núna?
Jarno Trulli: Þessi árangur er mjög ánægjulegur fyrir liðið þar sem við höfum lagt svo hart að okkur og gengið í gegnum mikla erfiðleika. Við höfum engu að síður staðið saman og nú er útlitið bjart. Við erum mun áreiðanlegri. Bíllinn – innviðir sem annað er mun traustari og fyrir það erum við fólkinu í verksmiðjunni mjög þakklátir. Þetta snýst nefnilega ekki bara um okkur sem erum hér.
Hvernig var í tímatökunni:
JT: Það var erfitt. Ég var hins vegar afskaplega ánægður. Ég átti ekki von á því að ná hingað miðað við þá áætlun sem ég er á. En við skulum sjá til hvað verður á morgun. Ég er þó viss um að ég standi mig vel. Ég missti vin minn nú í vikunni sem leið og langar til þess að gera vel.
Michael, þetta hefur líklega verið undarlegur dagur hjá þér. Hvað flaug í gegnum huga þér þegar þú sást Rubens og Williamsbílana ekki ná þeim hraða sem búast mátti við?
Michael Schumacher: Ég sá strax Williamsbílana en ég vissi ekki hver staða Rubens var þó svo ég sæi tímana. Þetta skiptir ekki svo miklu máli í tímatökunum. Þá er bara að gera eins vel og maður getur og síðan sér maður til með hvað verður. Í dag varð það þriðji besti tíminn sem við vonumst til að sé okkur í hag. Við vonumst auðvitað til þess að vera á réttu áætluninni en það kemur í ljós á morgun.
Þú ert fyrir aftan báða Renaultbílana – hvaða skoðun hefur þú á frammistöðu þeirra í tímatökunni?
MS: Þetta fyrirkomulag hefur í för með sér ýmsar athyglisverðar uppákomur, á því er enginn vafi. Ókosturinn er hins vegar sá að það er afskaplega lítill tími til þess að lagfæra það sem að er ef eitthvað kemur upp á. Ég átti í vandræðum með gírkassann í morgun og það var einungis vegna frábærrar vinnu vélvirkjanna að tókst að koma því í lag. Hefði hins vegar eitthvað annað smáræði hrjáð bílinn hefi staðan orðið mun erfiðari og ég hefði e.t.v. ekki getað tekið þátt í tímatökunni.
Áður var meiri tími og það var ekki bara einn einasti hringur sem þú hafðir til að setja tíma. Þetta hefur því bæði kosti og galla og við verðum bara að gera það besta úr stöðinni.
Ef keppnin þróast á þann hátt að Renault er á allt annarri áætlun en þið á morgun, hvað finnst þér þá um að vera ekki á ráspól?
MS: Þegar upp er staðið er það útkoma keppninnar sem skiptir mestu máli. Það er mjög gott að ná ráspólnum en með breyttum reglum er ráspóllinn ekki eins mikils virði og áður. Nú verður maður að einbeita sér meira að keppninni. Ég veit ekki hvað Renault hafa gert – ég ætla ekki að taka neitt frá þeim, en það er ljóst að þeir hafa unnið vel annars væru þeir ekki á ráspól. Við sjáum til á morgun hvað gerist.