Eftir að DC hafði verið hraðskreiðastur í æfingum morgunsins tók heimsmeistarinn MS öll völd í tímatökunum og kom í mark 0,7 sekúndum á undan liðsfélaganum RB og um 1,3 sekúndum á undan Coulthard.

Williamsökuþórinn JPM fór hringinn á tæpri sekúndu lakari tíma en heimsmeistarinn pælið aðeins í þessu!!! Meðan liðsfélagi Montoya, RS, sem sigraði í Malasíu í fyrra, náði aðeins 13. besta tíma halló hvað er í gangi með hann það er eins og að hann sé ekki að ná að skila helv. bílnum í markið á réttum tíma!

Næstir Montoya komu McLarenfélagarnir Kimi Raikkonen og David Coulthard. Finninn náði að aka hring á Sepang á tæpum 0,3 sekúndum betri tíma en Skotinn og djöf. munar litilu á þeim.

Renaultmenn halda áfram að gera það gott og var Jarno Trulli með 6. besta tímann og liðsfélaginn Alonso með þann 10. besta. Sauber halda einnig áfram að vera sterkir með sinn Ferrarimótor og hafnar Nick Heidfeld í 7. sæti og Heinz-Harald Frentzen í því áttunda.

Athygli vekur að Jenson Button hjá B.A.R. nær betri tíma en fyrrum heimsmeistarinn Jacques Villeneuve, en sá síðarnefndi hefur opinberlega stundað að gera lítið úr Bretanum unga og haldið því fram að hann væri „veikburða” ökumaður. Button náði 9. besta tíma í morgun, en Villeneuve aðeins fimmtánda besta; um sekúndu á eftir.

Nýliðinn da Matta hjá Toyota gerði sér lítið fyrir og náði betri tíma en Fisichella á Jordan Ford, en þeir bílar sem nota Fordvélar voru almennt að ná frekar lökum tímum. T.a.m. er efsti maður Jaguar aðeins með 16. besta tíma.

Í svigum aftan við úrslitanúmer hér að neðan má sjá í hvaða röð ökumenn ræstu í tímatökurnar, en DC þannig að DC var jafnt fram götu sóparinn því að hann ræsti fyrstur af því að hann sigraði síðustu keppni, Montoya annar, Raikkonen þriðji og svo koll af kolli. RB ræsti síðastur vegna óhappsins í Melbourne og gerði sér lítið fyrir og skaust upp í annað sætið, framfyrir Montoya.

Úrslit fyrri tímatöku í Sepang:



Sæti Ökumaður Lið (D) Br.tími

1.(4) M.Schumacher Ferrari (B) 1:34.980

2.(20)Barrichello Ferrari (B) 1:35.681 + 0.701

3.(2) Montoya Williams-BMW (M) 1:35.939 + 0.959

4.(3) Raikkonen McLaren-Merc (M) 1:36.038 + 1.058

5.(1) Coulthard McLaren-Merc (M) 1:36.297 + 1.317

6.(5) Trulli Renault (M) 1:36.301 + 1.321

7.(15)Heidfeld Sauber-Petr (B) 1:36.407 + 1.427

8.(6) Frentzen Sauber-Petr (B) 1:36.615 + 1.635

9.(10)Button BAR-Honda (B) 1:36.632 + 1.652

10.(7)Alonso Renault (M) 1:36.693 + 1.713

11.(18)da Matta Toyota (M) 1:36.706 + 1.726

12.(12)Fisichella Jordan-Ford (B) 1:36.759 + 1.779

13.(8) R.Schumacher Williams-BMW (M) 1:36.805 + 1.825

14.(14)Panis Toyota (M) 1:36.995 + 2.015

15.(9) Villeneuve BAR-Honda (B) 1:37.585 + 2.605

16.(17)Webber Jaguar-Cosw (M) 1:37.669 + 2.689

17.(19)Firman Jordan-Ford (B) 1:38.240 + 3.260

18.(11)Verstappen Minardi-Cosw (B) 1:38.904 + 3.924

19.(16)Wilson Minardi-Cosw (B) 1:39.354 + 4.374

20.(13)Pizzonia Jaguar-Cosw (M) Reyndi ekki



Og eins og alþjóð veit þá fara ökumenn afstað í öfugri röð miðað við þennan lista hér að ofan þannig að fyrstur fer Pizzonia og síðastur fer Schumacher

Kimi kveðja
RykmauR