Nú jæja Formúlu 1 áhangendur. Nú er liðin vika frá því síðasta formúlukeppni var og ég verð að segja að ég er mjög ánægður með hana (þó ég hefði viljað sjá Michael Schumacher í 3 sæti, á palli ;). Keppnin var hörð á milli 4 efstu sætana, og svoleiðis á það að vera.

Þó að ég sé Michael Schumacher maður þá verð ég að segja að keppnin í fyrra var almennt ekkert svo spennandi.
Einokunin hjá Schumma gamla var of mikil. Spennan í fyrra var aðallega á milli Michael Schumacher, Ralf Schumacher og Juan Pablo Montoya.

Hins vegar í ár þá sýnist mér ekki ætla að stefna í einokun hjá einum eða neinum. Keppnin virðist vera jafnari en hún var í fyrra, væntanlega vegna meiri tækniframfara í vélbúnaði hjá minni liðunum.
Eins og staðan var í fyrstu 4 sætunum í síðustu keppni;

1. David Coulthard (McLaren)
2. Juan Pablo Montoya (Williams)
3. Kimi Räikkönen (McLaren)
4. Michael Schumacher (Ferrari)

Í ár þá vona ég að þetta verði svo spennandi að maður á eftir að rífa í sig kodda í síðustu keppninni. Ég vil samt sjá hann Jacques Villeneuve (BAR) vera inn í fyrstu 6 sætunum. Hann á það skilið því hann varð heimsmeistari 1998 minnir mig (leiðréttið mig ef mér skjátlast :D).

Ég hef alltaf haldið upp á Heinz-Harald Frentzen (Sauber) og Giancarlo Fisichella (Jordan) og vona að þeir eigi eftir að koma sterkir inn í keppninni í ár.

Ég vona að þetta verði æðisleg keppni og vonandi á eftir að verða hörð keppni um heimsmeistaratitilinn. Ég býst ekki við því að verða fyrir vonbrigðum.
Formúla 1 rúllar ;)

Kv. Keyze