Nú dregur óðum að fyrstu keppninni og eitthvað verðum við formúlufólk að hafa fyrir stafni meðan beðið er. Rakst ég á grein í sept.2001 hefti Racing Line eftir Emmu Pearson þar sem hún tekur fyrir þjónustustopp hjá West McLaren Mercedes.

Greinin hennar Emmu er svona í lauslegri þýðingu:

Fullkomið þjónustuhlé.

Fullkomið þjónustuhlé er ekki ósvipað og háþrógaður dans. 30 menn í svörtum eldþolnum göllum og hjálmum eru á ferðinni innan um hvern annan í 8 sek. löngum dansi. Klukkan tifar og sérhver vinnur sitt örlagaríka verkefni sem getur haft úrslitaþíðingu með rólegum og markvissum huga. Það er enginn tími fyrir aðrar hugsanir, umheimurinn hverfur.
Það er enginn tími fyrir orð heldur, þó að hver þjónustu/viðgerðarmaður sé útbúinn með heyrnahlífar til að hlusta á fyrirmæli ökuþórs og/eða vélvirkja meðan á stoppinu stendur eða ef annað ófyrirséð gerist.
Þessi svarti hulduher, þar sem hver og einn þekkist svo vel í daglegum störfum er nú auðkenndur með gælunafni sem letrað er á hjálminn. Aðeins vélvirkjastjórnandin og sá sem segir ökuþórnum til eru auðkenndir með lituðum hönskum eða hjálmi.
Venjulegur samfestingur, frá undirfötum til andlitshlífa er eldþolinn. Sjálf glerin í andlitshlífunum eru prófuð með því að skjóta á þau úr haglabyssu nr.12 af 10m. færi.
Eins og allt hjá McLaren er allt lagt í sölurnar hvað viðkemur öryggi. Þjónustulið West McLaren Mercedes getur því unnið að öllum sínum verkefnum vitandi það að fyllsta öryggis er gætt í hvívetna.

1. Lollipop (Sleikipinnamaðurinn)
7 – 9 sek.*

Hugsanlega eitt mesta streituvaldandi starfið í öllu þjónustuliðinu. Klukka sleikipinnamannsins byrjar að tifa um leið og ökuþórinn kemur inná þjónustusvæðið og stoppar ekki fyrr en hann ekur út á ný.
Í byrjun stendur hann fyrir aftan þjónustusvæðið til að vera viss um að ökuþórinn keyri ekki of langt. Um leið og bíllinn er stopp á nákvæmlega réttum stað hleypur hann fram fyrir og er nú bíllinn tilbúinn að lyftast upp með tjökkunum. Fremri-tjakk maðurinn er sá punktur sem ökuþórinn styðst við þegar hann stoppar. Sleikipinnamaðurinn er því úr sjónmáli þar til bíllinn er kyrrstæður. Meðan bíllinn er uppi á tjökkunum, mun Sleikipinnamaðurinn sýna BRAKE – merki til að minna ökuþórinn á að hafa fótinn á bremsunni. Það festir öxlana til að gera hjólaskiptingarnar auðveldari og fljótari. Gegnum þennan gjörning mun Sleikipinnamaðurinn hafa auga með öllum fjórum ,,hornum,, bílsins þar sem hvert lið vinnur aðskilið hvert öðru. Þegar afturhjólunum hefur verið komið fyrir mun hann sýna ökuþórnum merkið 1ST GEAR. Síðasta verkið áður en sleikipinnanum er lyft og ökuþórnum hleypt af stað er að aðgæta hvort tjakkarnir séu komnir frá, eldsneytisáfyllingu sé lokið og enginn bíll sé á brautinni. Andartakið sem sleikipinnanum er lyft verður að vera mjög skýrt og nákvæmt. Minnsta hreyfing getur verið ókuþórnum merki um að æða af stað.
*Háð fyrirmælum liðstjóra.

2. Jacks (Tjakkmenn)
Framan 3 – 4; Aftan 4 – 5 sek.

Staðsetning mannsins með framtjakkinn er að öllum líkindum sú hættulegasta í þjónustuliðinu vegna þess að ökuþórinn kemur á 80 km. hraða að þjónustusvæðinu. Þegar ökuþórinn nálgast er þessi tjakkmaður ógreinilegur sökum þess hve langt nefið er á F1 bíl.
Samt sem áður mun ökuþórinn staðsetja sig á línu í miðju frá honum sjálfum og að tjakk. Svo sem menn væru á tvímenningsreiðhjóli mun hann lyfta bílnum upp samhliða afturtjakksmanninum. Mun hann síðan fylgjast vandlega með því sem er að gerast sitt hvoru megin við bílinn. Hann bíður eftir merki frá báðum mönnunum sem eru með loftbyssurnar sem felgurærnar eru festar með. (Hægri og vinstri.) Báðir eru með appelsínugula hanska. Þegar hann er viss um að allt sé klárt lætur hann tjakkinn síga og fer síðan inn í bílskúr.
Sama gerir maðurinn með afturtjakkinn. Bíður eftir merki frá mönnunum með loftbyssurnar um að allt sé klárt. Það tekur auka tíma fyrir hann að koma aftan að bílnum og koma tjakknum fyrir. Hans verkefni mun alltaf taka u.þ.b. sekuntu lengur en að framan.



3. Refuelling (Eldsneytisáfylling)
7 – 9 sek.*

Eldsneytisáfyllingin er mesti tímamarkandi þátturinn í þjónustustoppinu. Því er ekki hægt að hraða. Öllu er stjórnað af Refuelling Rig Operator með tölvu-rafeindabúnaði sem vinnur á nokkurnskonar tímastillingar útbúnaði.
Áfyllislangan sjálf vegur um 40 kg. og eru tveir menn að stjórna henni. Öryggi þessara manna er í fyrirrúmi og eru þeir útbúnir í sérstaka brunagalla og eru með öndunarbúnað sem var fundin upp til að berjast við elda í kafbátum í Flóastríðinu. Maðurinn sem sér um áfyllinguna er með sérstakt öryggishandfang til að loka fyrir allt flæði ef eitthvert óhapp verður. Menn með handslökkvitæki bíða álengdar tilbúnir að úða froðu yfir allt þjónustuliðið með 40 feta langdrægni ef þörf krefur.
* Háð fyrirmælum liðstjóra.

4. Weel men (Dekkjamenn)
3 – 4 sek.

Þrír menn vinna við sérhvert dekk. Einn til að taka það af, einn til að láta nýtt á og einn til að stjórna loftbyssunni sem herðir felguróna. Sérhvert dekkjalið vinnur sem óháð heild og ákveður hvaða aðferð og still gefur þeim besta og fljótasta tíma til að skipta um dekk.
Dekkjaskiptingarnar byrja um leið og bíllinn er stopp. Dekk af-maðurinn heldur um dekkið og togar það af um leið og loftbyssu-maðurinn skrúfar felguróna af. Um leið og dekkið er komið af kemur Dekk á-maðurinn með nýtt dekk og kemur því fyrir. Á meðan breytir loftbyssu-maðurinn snúningsátt loftbyssunnar og skrúfar síðan róna á.
Hægri framhjóla-maður gegnir einnig því hlutverki að segja ökuþórnum til hvar hann á að stoppa. Hann er í mislitum hanska og heldur út hendinni þar sem hann vill að framhjólin stoppi.
Afturhjólaskiptin eru aðeins vandasamari heldur en að framan vegna þess að felguróin liggur dýpra og gerir starf loftbyssumannsins erfiðara og möguleikar á að eitthvað fari úrskeiðis eru meiri þar.
(Munið Silverstone ´99 hjá Hakkinen. Innskot Kima.)


5. Support

Tveir menn eru staðsettir til sitt hvorrar hliðar til að hreinsa óhreinindi úr vatnskassaristunum sem kunna að hafa safnast þar fyrir. Þessi hreinsun úr vatnskassaristunum getur stundum tekið lengstann tímann vegna umfangs þessara aðskotahluta sem geta verið möl, gras og þ.h. Einnig mun maður vera tilbúinn til að opna lokið á eldsneytisgeyminum með skrúfjárni ef það opnast ekki sjálfkrafa með hraðatakmörkunarbúnaðinum. Félagi hans vinstra megin mun passa uppá að bíllin haldi jafnvægi meðan verið er að setja eldsneyti á bílinn, þ.e. halda bílnum stöðugum á tjökkunum.


6. Standby

Þegar æfingar eru gerðar á þjónustustoppum eru framkvæmdar eins margar neyðaraðgerðir eins og mögulegt er. Allir í þjónustuliðinu eru þjálfaðir í að vinna með tvöföldum hraða ef þannig aðstæður koma upp. Ef bíllinn hefur farið út af brautinni eru menn tilbúnir til að skipta um boddýhluti. Ef ökuþór drepur á vélinni á þjónustusvæðinu þá er sérstök aðgerð sem hefur verið æfð til að koma vélinni í gang aftur. Ef ökuþórarnir þurfa að fylgja hvor öðrum inn á þjónustusvæðið, þá eru fjórir menn tilbúnir til að koma út með dekk fyrir seinni bílinn og koma þeim í hendurnar á Dekk á-manninum. Réttu dekkin verða að vera að vera fyrir rétta bílinn og fara síðan á rétta vagnin. Röng dekk á rangan bíl munu að öllum líkindum kosta liðið dýrmæt stig til heimsmeistara.
(Ferrari 2000. innskot Kima.)


Þýtt og endursagt af Kima.
Byggt á grein eftir Emmu Pearson