Diniz orðinn hluthafi í Prost
Prost-liðið hefur tilkynnt að Pedro Diniz hafi keypt stóran hlut í formúluliðinu en fyrrum Sauber-ökumaðurinn mun ekki keppa á næsta ári. Þess í stað mun hann taka virkan þátt í uppbyggingu Prost liðsins. Eins og við má búast er Alain Prost hæstánægður með að fá Pedro og föður hans, Abilio, inn í liðið. “Þátttaka þeirra eru góðar fréttir fyrir okkur” sagði hann. “Þetta þýðir að við höfum fleiri sóknarfæri og opnar fyrir okkur markað í Suður-Ameríku. Diniz-fjölskyldan er sterkur viðskiptaaðili og hún hefur mikinn metnað fyrir okkar hönd.” Pedro Diniz ákvað að keyra ekki fyrir liðið á næsta ári heldur taka þátt í stjórnun þess. “Alain gaf mér tækifæri til að keyra ef ég vildi og valið var erfitt. Ég tel að með nýju vélinni eigum við meiri möguleika á næsta ári.”