Höfundur þessarar greinar hefur, þótt nördalegt sé, verið að skrá hjá sér hvaða breytingar hefðu orðið ef hið nýja stigakerfi 10-8-6-4-3-2-1 kæmi í staðinn fyrir kerfið sem áður gilti 1991-2002. Aðalbreyting á toppbaráttunni síðan 1991 hefði verið þá þannig m.a. að Damon Hill hefði orðið heimsmeistari 1994 en ekki Michael Schumacher, 1997 hefði Michael Schumacher verið orðinn heimsmeistari keppnina fyrir hinn fræga Jerez kappakstur, en ekki Jacques Villeneuve, og 1999 hefði Eddie Irvine naumlega orðið heimsmeistari í staðinn fyrir Mika Häkkinen.
Heimildir hef ég sótt í uppáhalds Formúlu 1 gagnagrunninn minn, www.forix.com.