Aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt á árinu sem er fyrst og fremst að þakka notendum hér á áhugamálinu sem hafa komið með margar skemmtilegar og athyglisverðar greinar og korka.
Það hafa komið tillögur um að búa til kork sem tekur sérstaklega á “Flugnámi” og ég er að vinna að því og ærtla að setja þar inn upplýsingar úr eldri póstum sem eiga við. Mjög góður gagnabanki þar.
Það er áberandi hvað er sjaldgæft og lítið um leiðinleg og ósæmileg tilsvör við póstum hér á áhugamálinu og það er líklega vegna þess að flugmenn og flugáhugamenn eru upp til hópa tillitsamir og þroskaðir einstaklingar. Það hefur komið mér á óvart hvað er sjaldgæft að ég þarf að eyða bull póstum hér, það varla gerist sem er mjög ólíkt mörgum öðrum áhugamálum á Huga.
Það eru alltaf einhverjir sem svara að því virðist á hrokafullan hátt, í sumum tilfellum gæti það verið vegna þess að það er erfitt að koma til skila hugsun sendanda í textagrein og þeir sem senda slíkt frá sér sjá það ekki alltaf sjálfir hvað þeir nota ósæmilegt orðbragð. Þá er bara að annaðhvort leiða það hjá sér eða óska eftir nánari útskýringum eða eyða póstinum ef menn kunna eki almenna mannasiði.
Á tímabili hér á Huga fyrir löngu síðan var einfaldlega ekki hægt að senda inn grein vegna leiðinda sem sköpuðust og ég held að það sé ástæða þess að margir hættu að sækja áhugamálið á sínum tíma. Ég kem ekki til með að líða nein leiðindi í svörum við greinum, ef ykkur er eitthvað svar við grein frá ykkur á móti skapi og ég hef ekki eytt því og veitt áminningu þá endilega senda mér póst og láta vita og ég fer í málið.
Chevrolet Corvette