
Datt í hug að senda inn mynd þar sem ég hef ekki get það í langan tíma. Þessi mynd er tekinn á Bangkok International Airport í tælandi. Þarna er ég á leiðinni til Sydney. Þetta var mjög langt flug. Frá London til Sydney eru 22 klukkutímar, 23 með stoppinu. Það var ekki slæmt að fara frá frostinu á Íslandi og í 33° hita í Bangkok og síðan til Sydney.