„Þú“-þetta, „þú“-hitt, hættu að segja að ég hafi sagt eitthvað sem ég hef ekki sagt. Sérstaklega að „þú hefur sagt það óbeint að allir hafi rangt fyrir sér“. Þvílíkur uppspuni hjá þér - ég hef aldrei sagt - beint eða óbeint - að allir hafi rangt fyrir sér!
Sjáðu hvað ég sagði:
„allavega hef ég tekið eftir því að í MS Flight Sim þá get ég aðeins náð 1000 hnútum; það er ekki einu sinni 2000 km/h, svo ef þú náðir aðeins 1000 hnútum þá hefurðu ekki einu sinni náð 2-földum hljóðhraða ;)“
Ég sagði að ég hafi aðeins náð 1000 hnútum, og bjóst við því að þú værir með sama simulator og ég og þ.a.l. ekki náð meir en 1000 hnútum; einnig bjóst ég við því að það væri svo, svo ég minnti þig á að 1000 hnútar eru tæpir 2000 km/h - þ.e.a.s. ef þú hefðir aðeins náð 1000 hnútum.
;)