Til að gefa “fullt nafn” þá heitir þessi vél því kauðalega nafni F/A-18 E/F Super Hornet, og er í raun önnur vél en hin upprunalega F-18 Hornet.
Þó hún líti nánast eins út, er hún talsvert stærri, kraftmeiri og mun tæknilega fullkomnari en frumgerðin.
Það eru víst pólitískar ástæður fyrir að hún fékk ekki nýtt nafnnúmer, t.d. F-27. Hún var hönnuð á hinum tiltölulega friðsömu árum eftir lok Kaldastríðsins, og til að styggja ekki fjárveitingamenn Bandaríkjaþings sögðust þeir í Pentagon ekki vera að hanna nýja vél heldur bara að “öppgreida” gamla.
Bætt við 29. nóvember 2007 - 00:52
Úps, þetta átti að vera almennt komment á myndina, ekki svar við þínu kommenti :/
_______________________