Held alveg örugglega að Vallarvinir (Airport Associates) sjái um afgreiðslu fyrir Primera/JetX, a.m.k. gerðu þeir það í júní síðastliðnum þegar ég flaug með þessari vél.
Kv.
747
Bætt við 21. ágúst 2007 - 01:38
Reyndar má líka segja að ég kannist ágætlega við þessa vél (þó svo ég hafi bara flogið 2x með henni) þar sem ég lenti í því að þurfa að bíða í um 2 tíma inni í vél (og svo 4 tíma inni í flugstöð) meðan beðið var eftir flugvirkja til að meta hvort vélin væri flughæf eftir að hlaðbíll rakst utan í hana og rispaði hana.
Því má einnig bæta við að þessi morgunn var sá viðburðaríkasti sem ég hef upplifað í Leifsstöð. Ég var á leiðinni út með 40 manna hópi, þar af nokkrum sem voru í hjólastól. Samskipti höfðu eitthvað skolast til milli Heimsferða og Vallarvina þannig að ekki var búið að reikna með hjólastólafólkinu. Vélin var ekki í landgangi heldur útistæði þannig að það þurfti að bera fólkið um borð. Svo til þess að sanna að orðatiltækið “allt er þá þrennt er” lifi góðu lífi, gerðist það atvik eftir að allir voru aftur komnir inn í vél, að vallarstarfsmaður sem var að fara yfir síðustu atriði með flugliðum fyrir lokun vélarinnar fékk flogakast (það fór þó allt vel, eftir því sem ég best veit).