Mér er svosem ekki “illa við” norðmenn, en auðvitað er rígur milli þjóðanna. Þeir hafa alltaf eitthvert leiðinda “litla bróðurs” atttjúd útí okkur. Þessvegna finnst mér niðurlægjandi að fara skríðandi til þeirra og biðja um loftvarnir; manni finnst eins og nú hljóti að hlakka í þeim.
Hefði frekar viljað gera svipaðan samning við Breta. Ekkert svona attitjúd hjá þeim, og landhelgisdeilur okkar við þá eru útkljáðar fyrir áratugum síðan.
En mér finnst reyndar að við ættum að gera þetta sjálfir, með að efla Landhelgisgæsluna og útbúa hana með fleiri flugvélum. Ekki orrustuþotum, bara eftirlitsflugvélum. Svo gætum við verið í samstarfi við NATO eins og það leggur sig, ekki bara eina nágrannaþjóð.
_______________________