Þjónustan er ekki alveg að gefa sig um borð í vélunum,minnir að það voru 2 íslenskar flugfreyjur sem unnu hjá þessu félagi í fyrra,og þar er svo mikill munur á þeim og spænsku flugfreyjunum hvað þjónustu og framkomu varðar,þótt alls ekki voru þær allar slæmar…íslenskir farþegar eru spés:)…það vita allir:)
Futura lenti á Keflavíkurflugvelli að meðatali 2 sinnum á dag í fyrra sumar,og það var pain in the ass að afgreiða þær.
Allur matur og barkistur settur í belly og því fór heilmikill tími að afgreiða þær.
Það tekur Caterings menn 20 til 25 min að snúa einni Boeing 757,enn hjá Futura var það lágmark 30 til 40 mín í traffík.
Lest númer 3 og 2 í vélunum hjá þeim hafa ekki svokallað “Easy Load” en lest númer 3 í Boeing 737-800 er tvisar sinnum lengri en 3 lest í Boeing 757-200,þannig að það þurfti yfirleitt 4 hlaðmenn að vera í lestinni!,ef easy load væri til staðar þurfti 1 mann!..eins og tíðgast í vélum Icelandair þótt eru ekki allar í Icelandair flotanum komið með þetta.
Það var martröð fyrir hlaðmenn að afhlaða þessar vélar frá Futura,stundum var ekki nægur mannskapur í allri traffíkinni,og þá fóru oft 2 menn í lestina! og eina lausnin er þá að grýta töskunum alla þessa leið og sá tími varaði ekki nema í 1 mínútu eða svo því hlaðmaðurinn var yfirleitt búinn á því að djöflast á þessu að kasta 20 til 50 kg töskum þessa leið og að sjálfsögðu var alltaf eitthvað að brotna eða laskast í töskunum eftir þessa meðferð.
Svona lagað hefur stórbatnað hjá Icelandair hvað þetta varðar,þeir settu “easy load” í flest allar vélarnar hjá sér fyrir 3 árum eða svo.