Sko, 25 júli árið 2000 var Concorde frá Air France í flugtaksbruni þegar títaníum-málmbútur sprengdi annað dekkið. Stór biti úr dekkinu reif gat neðan á bensíntankinn í vængnum sem síðan kveiknaði í. Í fyrstu drapst á hreyflum 1 og 2, númer 2 fór aldrei aftur í gang. Vélinn var kominn framm yfir V1 og varð því að halda áfram en var ekki kominn nógu hratt til að geta klifrað á 3 hreyflum. Vélin flaug áfram í nokkra stund í hálfgerðu stolli þangað til hún flaug á hótel.
Það voru gerðar miklar endubætur á Conocorde eftir þetta slys til að koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig en almenningur hafði misst allt “traust” til þessara véla, miðasala hrundi svo það var enginn grunnur til að halda rekstri þeirra áfram.