Veit nú ekki með það, þeir fljúga jú til Berlínar, og þaðan eru greiðar samgöngur til Austur-Evrópu og Rússlands. (Og náttúrlega líka frá Köben, allt meira að segja í rétta átt!) Einn vinur minn átti einu sinni erindi til Grænlands, og þurfti hann fyrst að fljúga í þveröfuga átt til Köben, og þaðan til Grænlands!
En það þurfa svosem ekki margir að fara til Grænlands. Leiðakerfi Icelandair er að mér finnst ágætt, en mætti ekki kannski athuga þann möguleika að hafa vikulega ferð til Tókýó og/eða Bejing? Þar eru talsverð íslensk viðskipti, auk þess sem það mætti efla túrismann. Og óneitanlega er fólk fljótara héðan til austurlanda með beinu flugi yfir pólinn, en í gegnum Köben, London eða San Francisco.
Mín skoðun er annars almennt sú, að ef ekki borgar sig fyrir Icelandair að fljúga a.m.k. vikulega til borgar, höfum við ekkert með sendiráð þar að gera heldur.
_______________________