Focker Wolf 190 orustuvélar Þjóðverja í II heimstyrjöldinni voru ásamt Me-109 vélunum mest framleiddar orrustuvélar Þjóðverja. Þetta er A7 týpan en hún var einstaklega öflug vél og jafnoki P51 Mustang véla Bandamanna og jafnvel betri þegar allir þættir eru skoðaðir eins og geta vélarinnar til að taka tjóni og lifa af, þess hversu öflugar byssur hennar voru og því hversu auðvellt var af fljúga henni án mikillar þjálfunar, af þeim ástæðum var hún kannski betri “stríðsvél” en P51 þó auðvitað skiptist menn þar í fylkingar.