Mikið af myndum og flottum lýsingum af útbúnaði nýrra flugvéla frá framleiðendum er því miður bara algert auglýsinga skrum. Það er ólíklegt að nokkurt flugfélag bjóði almennum flugfarþega á þennan lúxus sem Airbus er að reyna að plata fólk til að halda að verði í A-380.
Það borgar sig ekki fyrir flugfélag að kaupa svona vél og reka hana bara með 500 farþegasætum og lúxus setustofum með börum og æfingasal. Miklu betra að selja sætin aðeins ódýrara og hafa 800 venjuleg sæti í vélinni með möguleika á að fólk geti staðið upp og hreyft sig aðeins.
Þá er mikið betra að halda bara áfram með B-744 í tæpum 500 sætum. Mun meiri hagnaður fyrir flugfélagið og um leið ódýari kostur fyrir farþegann.
Eina flugvélaframleiðandinn sem er með trúverðugar sölukynningar um nýja kosti flugvélarinnar undanfarið er Boeing með 787 Dreamliner. Hann verður með stærri glugga, betri jafnþrýstiklefa og meiri loftraka auk þess að eyða minna eldsneyti og bera meira hlass en sambærilegar vélar.
Þetta eru trúverðugar upplýsingar frá þeim framleiðanda og ekki eitthvað sölusnakk.