Þessi þyrla er með rótor system af gerð sem heitir “intermeshing” og ekki með neina stélskrúfu þar sem átaksvægið (torque) eyðist þar sem spaðarnir snúast á móti hver öðrum.
Þessvegna eru þessar vélar mjög öflugar vegna þess að allt aflið fer í að mynda lyftikraft og ekkert fer til spillis til að snúa stélskrúfu.
Þyrlan er mjög létt og aðeins með eitt sæti og eins og sést greinilega á myndinni þá er útsýnið frábært úr henni. Vélarnar eru einungis notaðar í hífingavinnu með línu (long line) t.d vegna skógarhöggs eða byggingavinnu.
Þessar vélar eru framleiddar nýjar í dag.