Þá mun Alinsim ábyggilega spyrja þig næst.
En frá því séð, með að setja svona rosalegan label yfir myndina, skemmir hana.
Í framtíðinni, ef þú vilt setja Copyright merki á myndina þína, myndi ég ekki fara svona að.
Ef þú ert með Photoshop, þá getur þetta verið mun betra.
Ætla að kenna þér smá brellu ef þú kannt hana ekki nú þegar:
Opnaðu myndina þína í Photoshop. Notaðu Font tool til að skrifa einhvern texta, einhverstaðar á myndinni. Veldu myndina (Neðsti layer), og haltu Ctrl inni og ýttu á Texta layerinn.
Ýttu svo á Ctrl + L (Levels) og lýstu hana aðeins þar. Eyddu svo Texta layernum, og seivaðu myndina sem nýja mynd.
Þá sést Copyright merkið, og myndin helst óskemmd (Næstum)