North American P-51D Mustang. Flugskeytin undir vængjunum eru HVAR (High Velocity Aircraft Rocket). Þau voru notuð gegn skotmörkum á jörðu niðri, ekki gegn flugvélum. Það er alveg rétt að hafa þau á Mustang. Þau voru reyndar ekki notuð á Mustang í seinni heimsstyrjöldinni, en það var tölvert af Mustang notað í Kóreu stríðinu og þá til árása á skotmörk á jörðu niðri. Undir vængnum sérð þú að það er komin rauð rönd inn í hvítu röndina sem liggur í stjörnuna (merki US. Air Force). Þessi rauða rönd kom ekki fyrr en 1948 þegar ameríski flugherinn varð sjálfstæð stofnun. Þannig má sjá að þessi flugvél á að hafa verið notuð eftir þann tíma.